58,5% styðja borgarmeirihlutann

Meirihluti reykvískra kjósenda styður núverandi borgarstjórnarmeirihluta ef marka má skoðanakönnun, sem Fréttablaðið birtir í dag. Alls segjast 58,5% aðspurðra styðja meirihlutann. Frjálslyndir og óháðir og Framsóknarflokkurinn fengju þó ekki borgarfulltrúa kjörna samkvæmt könnuninni.

Samkvæmt könnuninni fengi Sjálfstæðisflokkur 7 borgarfulltrúa ef kosið væri nú, Samfylking 6 og VG 2.

Í könnun blaðsins, sem gerð var 13. október, tveimur dögum eftir að tilkynnt var um nýjan meirihluta sögðust 56,5 prósent styðja nýjan meirihluta.

Úrtakið í könnuninni var 600 manns en hún var gerð 9. janúar. Spurt var: Styður þú núverandi meirihluta borgarstjórnar? 80,3% tóku afstöðu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert