Meiri hreyfing á útlendingum hér á landi en áður

Einar Skúlason, forstöðumaður Alþjóðahúss, segist hafa á tilfinningunni að meiri hreyfing sé á útlendingum sem hér hafa stundað vinnu en verið hefur undanfarin ár. Margir séu á heimleið, ekki bara útlendingar, sem starfað hafa við uppbyggingu álvers og virkjunar á Austurlandi.

Einar segist ekki heyra frá útlendingum að þeir eigi erfiðara með að fá vinnu hér á landi þrátt fyrir umrót í efnahagsmálum. „Ég hef samt á tilfinningunni að það sé meiri hreyfing á fólki nú en áður. Það er eins og það séu fleiri að fara heim en koma hingað. Kannski eru tækifærin hér á landi ekki eins mikil og þau voru,“ sagði Einar.

Einar sagði að tækifæri væru að aukast fyrir fólk í Póllandi og það gæti verið að það hefði áhrif á fólk sem væri bundið heimahögunum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert