Hitaveita Suðurnesja má framselja orkulindir

mbl.is/Guðmundur Rúnar

Ekki er hægt að koma í veg fyrir varanlegt framsal orkuauðlinda í eigu Hitaveitu Suðurnesja (HS) þar sem fyrirtækið er þegar í þriðjungseigu einkaaðila, Geysis Green Energy (GGE). Þetta kemur fram í nýju frumvarpi til laga um að ríki og sveitarfélög megi ekki framselja orkuauðlindir sínar með varanlegum hætti. Þar er tiltekið að lögin muni ekki ná til orkufyrirtækja sem einkaaðilar eiga þegar í.

Eina slíka fyrirtækið hérlendis er HS.Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra segir í 24 stundum í dag að frumvarpið hafi verið samþykkt í ríkisstjórn í gærmorgun og sé til umfjöllunar í þingflokkum. „Ég vildi láta það frumvarp ná yfir öll orkufyrirtæki þar sem hið opinbera á meirihluta. Ég hafði hins vegar sjálfur efasemdir um að það stæðist ákvæði stjórnarskrár, meðal annars um jafnræði, og lét sérfræðinga í stjórnskipunarrétti skoða það mjög vel, þar á meðal Eirík Tómasson prófessor, sem skilaði mér formlegu áliti. Niðurstöður allra voru á sama veg, að það væri í andstöðu við ákvæði stjórnarskrárinnar að slík lög myndu ná yfir orkufyrirtæki sem einkaaðilar ættu hlut í. Það er því ljóst að Alþingi getur ekki lagt kvaðir á varanlegt framsal orkuauðlinda sem eru í eigu Hitaveitu Suðurnesja vegna ítaka einkaaðila."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert