Meira en hundrað manns lögðu leið sína í húsgagna- og gjafavöruverslunina Epal til þess að skipta rauðri kaffikönnu í annan lit. Könnuna hafði fólkið fengið í jólagjöf frá Glitni banka, sem gaf hópi viðskiptavina sinna forláta Stelton-kaffikönnu í rauðum lit, sem er einkennislitur bankans.
Liturinn hitti ekki í mark frá öllum. Búðin varð að lokum að vísa fólki frá með könnuna, enda seldi Epal ekki Glitni könnuna.