Óttast umhverfisslys við Nesstofu

mbl.is

Íbúasamtökum á Seltjarnarnesi líst ekki vel á óbreyttar hugmyndir um fyrirhugaða íbúðabyggð á iðnaðarsvæðinu við Bygggarða þar sem ráðgert er að reisa 180 íbúðir. Segja samtökin að íbúar svæðisins verði allt að 600 manns sem er meira en 10% fjölgun íbúa í bæjarfélaginu. Fjallað er um málið í sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Þetta telja samtökin of mikið og krefjast þess að bæjaryfirvöld endurskoði aðalskipulag og jafnframt að hámarksnýtingarhlutfall á fyrirhuguðu íbúðarsvæði verði lækkað þannig að hlutfallið, sem á að vera 0,8, verði í einhverju samræmi við nýtingarhlutfall aðliggjandi íbúðarsvæða sem er í kringum 0,3. Jafnframt hafa íbúar áhyggjur af kríuvarpi og fuglalífi ef byggt verður mikið á svæðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert