Auka þarf fjárveitingar til lyfjamála Landspítalans

Mikilvægt er að yfirvöld létti undir þung verkefni Landspítalans (LSH) á sviði lyfjameðferðar með viðeigandi fjárveitingum til lyfjamála auk aðstoðar við að opna lyfjamarkaðinn, að mati Björns Zoëga framkvæmdastjóra lækninga hjá LSH. Hann fjallar um þróun lyfjamála og hlutverk spítalans á því sviði í grein sem fylgir nýútkomnum Starfsemisupplýsingum LSH fyrir janúar til nóvember 2007.

Björn bendir á að notkun lyfja við meðferð sjúkdóma hafi vaxið stöðugt undanfarna áratugi. Ný líftæknilyf sem hafa sérhæfða verkun gegn illvígum sjúkdómum hafa komið fram en þau geta einnig valdið alvarlegum aukaverkunum og eru vandmeðfarin. Mikill kostnaður við þróun lyfja af þessu tagi kemur fram í háu verði lyfjanna sem gerir erfiðara að taka þau í notkun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert