Brotist inn í 15 bíla á Selfossi

Lögreglan á Selfossi hefur til rannsóknar umfangsmikil bifreiðainnbrot í bænum í gærmorgun. Brotist var inn í 15-16 bifreiðir og virtist sem þjófarnir væru í leit að smámynt og verðmætum. Lögreglumenn handtóku tvo 15 ára pilta í gærmorgun sem grunaðir eru um innbrotin.

Bílainnbrot eru algengasti flokkur innbrota hér á landi og verða bifreiðaeigendur iðulega fyrir miklum óþægindum vegna slíkra mála enda eru rúður ósjaldan brotnar í bílunum, auk þess sem verðmæti eru tekin, s.s. geisladiskar og peningar ef þá er að finna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert