Reisa veggi til að bæta hljóðvist

Reykjavíkurborg áformar að reisa tvo allt að þriggja metra háa hljóðveggi síðar á þessu ári. Annar veggurinn mun rísa meðfram Miklubrautinni austan við Rauðagerði og hinn við Sæbraut á móts við Kleppsveg 84-96. Tilgangur þessara framkvæmda er að bæta hljóðvist og draga úr umferðarnið.

Ólafur Bjarnason, aðstoðarsviðsstjóri Framkvæmdasviðs Reykjavíkur, sagði að þessi áform hefðu verið kynnt fyrir íbúum en eftir væri að ljúka deiliskipulagsferlinu. Hann taldi að íbúarnir væru bærilega sáttir við þessi áform, enda mundu veggirnir bæta mjög hljóðvist þeirra. Ekki hefur verið gengið frá efnisvali í sjálfa veggina, en Ólafur taldi líklegt að þeir yrðu úr timbri og jafnvel einnig steinullarmottum til að bæta hljóðeinangrunina.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert