Útnefnd bæjarlistamaður Seltjarnarness

Kristín Gunnlaugsdóttir.
Kristín Gunnlaugsdóttir.

Kristín G. Gunnlaugsdóttir myndlistamaður var útnefnd bæjarlistamaður Seltjarnarness 2008 við hátíðlega athöfn á Bókasafni Seltjarnarness í gær. Það er menningarnefnd Seltjarnarness sem stendur fyrir valinu á bæjarlistamanni Seltjarnarness og er Kristín12 listamaðurinn sem hlýtur nafnbótina.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu í dag.

Í ávarpi Sólveigar Pálsdóttur, formanns menningarnefndar kom fram að þær umsóknir sem bárust nefndinni hefðu verið margbreytilegri nú en oft áður og stóð nefndin frammi fyrir vandasömu vali á milli fjölhæfra listamanna. Í umsögn sinni um verk Kristínar Gunnlaugsdóttur sagði Sólveig verkin jarðnesk og ójarðnesk í senn í fegurð sinni. Í þeim væru skýrar línur, hreinir litir, kyrrð, staðar-og tímaleysi, rökfærsla á eigin forsendum. Sólveig kvað það einlæga von menningarnefndar að viðurkenningin myndi efla, styrkja og hvetja Kristínu til enn frekari dáða.

Er Kristín tók við viðurkenningunni ásamt 600 þúsund króna fjárstyrk sagðist hún ætla að heimsækja skóla bæjarins með það fyrir augum að kynna börnum og unglingum hvernig myndlistarmaður vinnur. Sýna þeim hvernig maður býr til málverk frá grunni, blandar liti og hugsar sér mynd. Hvernig hugmyndir fæðast og þroskast, hvernig þær eru unnar og færðar yfir á myndflötinn. Erfiðleikana í vinnslunni, áhættuna sem þarf að taka og hvernig maður þarf að vera sjálfum sér trúr. Sýna þeim inn í raunveruleika listamannsins, fjárhagslega áhættu og félagslega einsemd.

Kristín er fædd á Akureyri þann 15. apríl 1963. Foreldrar hennar voru Gunnlaugur P. Kristinsson fræðslufulltrúi Kaupfélagi Eyfirðinga á Akureyri og Gunborg Kristinsson bókavörður, fædd í Svíþjóð. Kristín hefur verið starfandi myndlistarmaður í 20 ár. Hún hefur búið og unnið að list sinni á Seltjarnarnesi frá vori 2004.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert