Sultartangavirkjun er gagnslaus og framleiðir ekkert rafmagn núna vegna bilana í báðum spennum stöðvarinnar. Viðgerð gæti kostað um 30 milljónir króna og þegar hefur verið gripið til skerðingar á rafmagni til nokkurra rafmagnskaupenda. Vera kann að stóriðja muni þurfa að sæta raforkuskerðingu eftir miðjan næsta mánuð
Samkvæmt viðgerðaáætlun verður annar spennirinn kominn í lag um mánaðamótin febrúar/mars og sá síðari í lok apríl.
Í aflstöðinni eru tveir spennar og bilaði sá fyrri 1. nóvember. Á aðfangadag bilaði sá seinni og upp frá því hefur stöðin verið óvirk.