Hátt hlutfall útlendinga í ölvunarakstursmálum

Af þeim karlmönnum á aldrinum 25 til 44 ára, sem voru kærðir á höfuðborgarsvæðinu í fyrra fyrir ölvunarakstur, voru tæplega 40% með erlent ríkisfang. Erlendir karlmenn eru 16% karla í þessum aldurshópi sem búsettir eru hér á landi. 

Þetta kom fram í fréttum Útvarpsins sem bað lögregluna á höfuðborgarsvæðinu að taka saman tölur um hlutfall erlendra karla af þeim sem kærðir voru á síðasta ári fyrir ölvunarakstur, nauðgun og neyslu, sölu eða dreifingu fíkniefna.

Á síðasta ári voru 25 karlar á þessum aldri kærðir fyrir nauðgun. Níu þeirra voru með erlent ríkisfang. Þá voru tæplega 40% karla á þessum aldri, sem kærðir fyrir að aka undir áhrifum, með erlent ríkisfang. Tæp 6% fíkniefnabrota, þ.e. varsla, sala og dreifing þeirra, framin af körlum með erlent ríkisfang.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert