Lítið finnst af loðnu norðaustur af landinu

„Þetta hefur verið lélegt lóð en á töluverðu svæði. Þetta er ekkert sem gefur tilefni til að bæta við kvótann,“ sagði Sveinn Sveinbjörnsson, leiðangursstjóri á rannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni, þegar Morgunblaðið náði tali af honum í gær. Skipið var þá statt norður af Þistilfirði.

Rólegt er yfir veiðunum núna, aðeins fá skip á miðunum norður af Langanesi. Samkvæmt Fiskistofu hefur aðeins verið landað um 4.000 tonnum. Flest uppsjávarskipin eru enn á síld og nokkur hafa haldið til kolmunnaveiða suður af Færeyjum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert