Ráðningu orkumálastjóra skotið til umboðsmanns

Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir aðstoðarorkumálastjóri hyggst skjóta máli sínu til umboðsmanns Alþingis og leita álits hjá honum á málsmeðferðinni við ráðningu nýs orkumálastjóra. Ragnheiður sótti um starfið en fékk það ekki sem kunnugt er.

Ragnheiður sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að sig vantaði enn gögn um málið sem hún vissi að væru til hjá iðnaðarráðuneytinu. Ragnheiður hefur óskað eftir því að fá gögnin afhent. Hún taldi að af því gæti orðið fljótlega, jafnvel þegar í dag. Ragnheiður sagði að sig vantaði þessi gögn til að geta lokið við greinargerð sína um málið. Síðan mundi hún sem allra fyrst senda greinargerðina til umboðsmanns með beiðni um að hann skoði málið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert