Skólastjórinn í Grindavík tók þá ákvörðun fyrir skömmu að fella niður skólahald til klukkan hálf eitt í dag vegna veðurs. Björgunarsveitir hafa verið að bjarga fólki úr bílum og aðstoða bæjarbúa sem hafa lent í vandræðum. „Núna er verra veður en var hér klukkan 8," sagði Gunnlaugur Dan Ólafsson skólastjóri Grunnskólans í Grindavík.
„Ég man ekki eftir að hafa séð svona mikla skafla hér," sagði Gunnlaugur í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins. „Skaflarnir eru hér upp á mið hús sem er óvenjulegt en það hefur verið hvasst hér og algjör ófærð," sagði Gunnlaugur.
Í morgun komu tiltölulega fá börn í skólann og en þeim var fylgt heim aftur.