Sló vagnstjóra í reiði

mbl.is/ÞÖK

Héraðsdóm­ur Reykja­ness hef­ur dæmt konu á þrítugs­aldri í 30 þúsund króna sekt fyr­ir að slá stræt­is­vagn­stjóra í and­litið. Kon­an var einnig dæmd til að greiða sak­ar­kostnað, tæp­ar 200 þúsund krón­ur.

Fram kem­ur í dómn­um, að kon­an var ósátt við það hvernig stræt­is­vagn­in­um var ekið í Hafnar­f­irði í janú­ar á síðasta ári en kon­an var ökumaður ann­ars bíls. Þegar vagn­inn var stöðvaður við Fjörð kom kon­an inn í vagn­inn, skammaði bíl­stjór­ann og sló hann síðan í and­litið þannig að hann marðist á kinn.

Fram kem­ur í dómn­um, að verj­andi kon­unn­ar hafi haldið því á lofti í ræðu sinni fyr­ir dóm­in­um að kon­an, sem væri afar grönn og smá­vax­in, hefði ekki þá lík­ams­b­urði að geta slegið stór­an og sterk­an mann eins og bíl­stjór­ann höggi sem gæti tal­ist fela í sér brot ákvæðum al­mennra hegn­ing­ar­laga um lík­ams­árás. Dóm­ar­inn féllst ekki á þessi rök og seg­ir liggja fyr­ir áverka­vott­orð sem lýsi af­leiðing­um höggs­ins.

Þá byggði verj­andi á því að kon­an hafi slegið til vagn­stjór­ans í neyðar­vörn og því eigi at­laga henn­ar að vera henni refsi­laus. Dóm­ar­inn seg­ir að gegn and­mæl­um vagn­stjór­ans og framb­urði vitn­is, farþega í vagn­in­um,   sé frá­leitt að halda því fram að vagn­stjór­inn hafi haft frum­kvæði að árás­inni. Óum­deilt sé að kon­an hafi misst stjórn á skaps­mun­um sín­um sem varð til þess að hún vann verknað þann sem var ákærð fyr­ir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert