Ástþór Magnússon hefur kært Þórunni Guðmundsdóttur, oddvita yfirkjörstjórnar Norður, til lögreglu vegna meintra brota á almennum hegningarlögum vegna ummæla sem hún lét falla um hann í fjölmiðlum fyrr í þessum mánuði.
Fram kemur í yfirlýsingu frá Ástþóri að hann telji ummælin vera brot á almennum hegningarlögum og varða allt að fjögurra ára fangelsi. Þá segir að kæran hafi verið birt í heild sinni í auglýsingu á blaðsíðu 35 í Fréttablaðinu í dag og á vefnum forsetakosningar.is. Hún hafi einnig verið send Dómsmálaráðuneytinu, Öryggis og Samvinnustofnun Evrópu ÖSE, Umboðsmanni Alþingis, þingmönnum og Hæstarétti.