Borgin kærir barinn

AP

„Sé það rétt að þarna sé enn sérstakt reykingaherbergi í notkun og okkar
fyrirmæli verða áfram hundsuð, munum við kæra staðinn til lögreglu," segir
Rósa Magnúsdóttir, deildarstjóri hjá umhverfissviði Reykjavíkurborgar.


Að sögn Rósu hefur umhverfissviði verið kunnugt um reykingaherbergið síðan
í lok nóvember en þá var bareigandanum tilkynnt um að hann skyldi loka
herberginu. Síðan þá hafi ekki verið kannað hvort farið hafi verið eftir
fyrirmælunum.


Hjá lögreglu fengust þær upplýsingar að óvíst sé að til séu ákvæði sem
heimila refsingu yfir bareigendum sem hundsa reykingabannið með þessum
hætti. Úrræðin væru í höndum borgarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert