Dæmdur fyrir barnaklám

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann á fimmtugsaldri í 6 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að vera með 23.937 ljósmyndir og 750 hreyfimyndir, sem skilgreindar eru sem barnaklám, í einni tölvu. Í tveimur öðrum tölvum fundust tæplega 500 myndir til viðbótar.

Þá var maðurinn fundinn sekur um að hafa reynt að afla sér hreyfimyndar sem sýnir  stúlkubarn á kynferðislegan og klámfenginn hátt af heimasíðu á netinu. Maðurinn pantaði myndina með rafrænum hætti á netinu og greiddi fyrir hana með greiðslukorti en myndin komst aldrei í hans vörslu.

Maðurinn játaði brot sín. Fram kemur í dómnum, að maðurinn hafi leitað sér sálfræðiaðstoðar til þess að vinna bug á hneigðum sínum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert