Alþingi kom saman á ný eftir jólahlé í dag. Fyrsta mál á dagskrá þingsins var óundirbúinn fyrirspurnartími, sem framvegis verður tvisvar í viku. Ráðherrar svöruðu spurningum þingmanna um ýmis mál, m.a. um embættisveitingar ráðherra, uppgjör fjámálafyrirtækja, bilun í Sultartangavirkjun og álit mannréttindanefndar um kvótakerfið.