Fylgst sérstaklega með ölvunarakstri á þorrablótatímanum

Þorrablótatíminn er að hefjast.
Þorrablótatíminn er að hefjast.

Lög­regl­an á Hvols­velli seg­ir að nú fari hönd þorra­blóta­tím­inn í sveit­um og víðar og verði lög­regl­an með aukið eft­ir­lit með ölv­unar­akstri af því til­efni.  Einnig verða öku­menn prófaðir með til­liti hvort þeir hafi neytt fíkni­efna.

Lög­regl­an seg­ir að  mjög auðvelt og fljót­legt sé að láta reyna á þetta og sé aðeins um stroku af munn­vatni eða húð að ræða, sem sýni strax niður­stöðuna. 

Sam­kvæmt nýj­um lög­um má eng­inn vott­ur fíkni­efna vera í blóði öku­manna en ella eiga þeir yfir höfði sér að verða svipt­ir öku­rétt­ind­um. Fíkni­efni geta sýnt svör­un allt að átta til tólf dög­um eft­ir síðust neyslu þeirra.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka