Lögreglan á Hvolsvelli segir að nú fari hönd þorrablótatíminn í sveitum og víðar og verði lögreglan með aukið eftirlit með ölvunarakstri af því tilefni. Einnig verða ökumenn prófaðir með tilliti hvort þeir hafi neytt fíkniefna.
Lögreglan segir að mjög auðvelt og fljótlegt sé að láta reyna á þetta og sé aðeins um stroku af munnvatni eða húð að ræða, sem sýni strax niðurstöðuna.
Samkvæmt nýjum lögum má enginn vottur fíkniefna vera í blóði ökumanna en ella eiga þeir yfir höfði sér að verða sviptir ökuréttindum. Fíkniefni geta sýnt svörun allt að átta til tólf dögum eftir síðust neyslu þeirra.