Mikið fannfergi í Vestmannaeyjum

Vestmannaeyjar.
Vestmannaeyjar. mbl.is/Brynjar Gauti

Mikið hef­ur snjóað í Vest­manna­eyj­um og voru björg­un­ar­sveit­ar­menn kallaðir út klukk­an 5:20 við að aðstoða fólk við að kom­ast leiðar sinn­ar. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­regl­unni í Vest­manna­eyj­um byrjuðu bæj­ar­starfs­menn að ryðja göt­ur klukk­an 5 í nótt og því fært um all­an bæ­inn er fólk fór til vinnu og í skóla.

Mjög gott veður er í Vest­manna­eyj­um, stafa­logn en mik­il snjó­koma, að minnsta kosti miðað við Vest­manna­eyj­ar en þar er yf­ir­leitt mjög snjólétt, að sögn lög­reglu. Eng­inn hef­ur haft sam­band við lög­reglu til þess að fá aðstoð við að kom­ast leiðar sinn­ar og ekki þurfti að fella niður kennslu í bæn­um vegna fann­ferg­is.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert