Mótmæltu hlýnun jarðar

Árni Þór Sigurðsson og Siv Friðleifsdóttir bæta vatni í kerið.
Árni Þór Sigurðsson og Siv Friðleifsdóttir bæta vatni í kerið. mbl.is/Golli

Breyt­end­ur, ungliðahreyf­ing Hjálp­ar­starfs kirkj­unn­ar, stóð í dag fyr­ir aðgerðum við Alþing­is­húsið þegar þing hófst á ný eft­ir jóla­hlé. Vildu ung­menn­in með aðgerðunum vekja at­hygli á hlýn­un jarðar, hvaða af­leiðing­ar hún hafi fyr­ir fá­tæk ríki á suður­hverli jarðar og koma með hug­mynd­ir til úr­bóta.

Um var að ræða einskon­ar gjörn­ing þar sem „hlýn­un jarðar” stóð við ker með eyju í, fyllti kerið af vatni og sökkti þannig eyj­unni. Þing­menn, á leið til þing­húss­ins, stöðvuðu sum­ir hjá mót­mæl­end­um og bættu vatni í kerið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert