Reynt að nema barn á brott af skólalóð

Laugarnesskóli.
Laugarnesskóli.

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu hef­ur nú til rann­sókn­ar at­vik sem varð á skóla­lóð Laug­ar­nesskóla hinn 3. janú­ar, að því er talið er, þegar reynt var að nema á brott 8 ára stúlku sem er nem­andi í skól­an­um.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um lög­reglu munu þrír menn á græn­um bíl hafa reynt að ná barn­inu upp í bíl­inn en at­vik eru um margt óljós og hef­ur lög­regl­an mjög fáar vís­bend­ing­ar að vinna eft­ir. At­vikið mun hafa orðið á skóla­tíma og mun hafa verið reynt að toga barnið upp í um­rædd­an bíl. Það tókst þó ekki og gaf stúlk­an lýs­ingu á bíln­um.

Sam­hliða því að at­vikið var til­kynnt lög­regl­unni, sendi skóla­stjóri Laug­ar­nesskóla bréf til allra um­sjón­ar­kenn­ara við skól­ann þess efn­is að brýnd­ar yrðu fyr­ir nem­end­um ákveðnar regl­ur í sam­skipt­um við aðra og að þeir stæðu fast á sínu. Jafn­framt voru kenn­ar­ar hvatt­ir til að leggja sitt af mörk­um til að skapa ekki ótta meðal barna.

For­eldr­um var ekki gert viðvart um at­vikið af hálfu skól­ans og er skýr­ing­in á því sú að það er Barna­vernd Reykja­vík­ur sem ákveður fram­hald máls­ins sjálfs, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Sig­ríðar Heiðu Braga­dótt­ur, skóla­stjóra Laug­ar­nesskóla.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert