„Vantar ekki hótel við Laugaveg"

Jón Sigurjónsson, kaupmaður í Jóni og Óskari, úra- og skartgripaverslun, Laugavegi 61, undrast þá ráðstöfun borgaryfirvalda að leyfa hótelbyggingu á lóðunum Laugavegi 4-6. Þar sé Laugavegurinn þrengstur og engin aðstaða fyrir rútur og leigubíla að skila af sér eða sækja hótelgesti. Hótel á þessum stað muni verða til mikils trafala fyrir umferð.

Jón kvaðst hafa litla trú á að áformaðar verslanir á götuhæð hótelsins yrðu til frambúðar. Hann nefndi hótel á Laugavegi 24 þar sem átti að vera verslun á jarðhæð en nú er þar gestamóttaka og morgunverðarsalur. Okkur vantar ekki hótel við Laugaveg heldur meira nútímalegt verslunarhúsnæði. Það er sama hvort það er í uppgerðu eða nýju húsnæði,“ sagði Jón.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert