24 ára reglan í breyttri mynd

24 ára reglan verður felld brott úr útlendingalögum í núverandi mynd, ef frumvarp sem dómsmálaráðherra leggur fram og er til umræðu í þingflokkum stjórnarflokkanna verður samþykkt.

Í staðinn verður bætt við ákvæði um að ávallt skuli skoða hvort um málamyndahjúskap sé að ræða ef hjón eru undir 24 ára aldri , að sögn Björns Bjarnasonar, dómsmálaráðherra.

Núverandi ákvæði er í 13. grein útlendingalaganna. Þar segir að erlendur ríkisborgari sem er í hjúskap með íslenskum ríkisborgara þurfi að vera 24 ára til að öðlast dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli hjúskaparins.

Ef nýja frumvarpið nær fram að ganga geta allir sótt um dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli hjúskaparins. Nái nýja frumvarpið fram að ganga geta allir sótt um dvalarleyfi vegna hjúkskapar við íslenskan ríkisborgara.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert