Bergiðjunni við Klepp verður lokað fyrsta maí

Bergiðjunnivið Kleppsspítala, sem tilheyrir endurhæfingarsviði geðdeilda Landspítala og sinnir starfsendurhæfingu, verður lokað í núverandi mynd 1. maí nk. Hefur starfsfólki, skjólstæðingum og aðstandendum þeirra verið tilkynnt þessi fyrirætlan.

Að sögn Halldórs Kolbeins, yfirlæknis á Kleppi, verður öllum skjólstæðingum spítalans sem starfa í Bergiðjunni, tryggð viðeigandi starfsendurhæfing, hvort sem er innan eða utan spítalans. Hann segir lokunina nú til komna vegna hagræðingarkröfu yfirstjórnar spítalans en telur þó starfsemina sem fram fari í Bergiðjunni „barn síns tíma“ og því hafi verið orðið tímabært að koma henni í annan farveg.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert