Berklar ekki horfnir á Íslandi

Landspítalinn í Fossvogi.
Landspítalinn í Fossvogi.

Ólafur Guðlaugsson, yfirlæknir á sýkingavarnadeild Landspítalans, segir að berklar séu alls ekki horfnir á Íslandi, og árlega greinist 10-12 einstaklingar með smitandi lungnaberkla, um helmingur þeirra Íslendingar. Talið er að þriðjungur til helmingur jarðarbúa beri í sér berkla, en aðeins 10% smitaðra veikjast af völdum sýkingar í kjölfar smits.

Fjórir starfsmenn Landspítala í Fossvogi greindust jákvæðir á berklaprófi eftir að starfsfólk á nokkrum svæðum á sjúkrahúsinu var prófað, í kjölfar þess að inniliggjandi sjúklingur greindist með smitandi berkla í byrjun vetrar. Enginn fjórmenninganna hefur veikst af berklum, en a.m.k. einn þeirra hefur hafið fyrirbyggjandi meðferð.

Margir Íslendingar bera berkla frá gamalli tíð, sem geta vaknað upp aftur. Um 10% þeirra sem smitast geta fengið berklasýkingu, sem í dag er í flestum tilfellum auðlæknanleg. Í umræddu tilfelli var ekki um að ræða svokallaðan ónæman stofn berkla, en slík tilfelli eru sjaldgæf. Í völdum tilfellum eru einstaklingar sem smitast settir á varnandi meðferð, til að hindra að þeir fái sýkingu eftir smit.

Þá segir Ólafur að oft sé ómögulegt að vita með vissu um nákvæman uppruna smits, þar sem ekki allir Íslendingar séu berklaprófaðir reglulega, og prófin lengi að verða jákvæð eftir útsetningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Ingunn Jóna Gísladóttir: STOPP
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert