Svo virðist sem áhugi á Nóbelsskáldinu fari síst minnkandi en útgáfusamningar hafa verið gerðir í tugum landa frá því að skáldið lést árið 1998 og er skemmst er að minnast lofsamlegra dóma sem endurútgáfa Brekkukotsannáls hefur fengið í Bandaríkjunum. Þá hefur ævisaga Halldórs fengið mikla umfjöllun í Þýskalandi og er væntanleg í Svíþjóð, Bretlandi og Danmörku.