Mikilvægt að tala hreint út við börnin

Mikilvægt er að brýna fyrir börnum strax á leikskólaaldri, þ.e. við 4-5 ára aldur, að fara aldrei upp í bíla með ókunnugum. Þetta segir Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur. Segir hún mikilvægt að tala hreint út við börnin og vara þau við þeim hættum sem falist geti í samskiptum við ókunnuga án þess að hræða þau.

Segir Halldóra foreldra og starfsmenn skóla, hvort heldur er leik- eða grunnskóla, gegna lykilhlutverki í slíkri fræðslu. Að sögn Halldóru getur verið afskaplega vandasamt að vara börn við því að gefa sig á tal við ókunnuga því í því felist að verið sé að rýra traust barna á ókunnugum. „Það getur þýtt að ef maður er í vanda staddur og er lítið barn þá er búið að kenna manni það að maður þýðist ekki ókunnuga sem eru að bjóðast til að hjálpa manni. Þannig að okkur er ákveðinn vandi á höndum,“ segir Halldóra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert