Rafstuð í varnarskyni?

Ríkislögreglustjóri er með það til skoðunar hvort lögregla eigi að geta nýtt sér rafstuðstæki, sem hafa einnig verið nefnd rafbyssur. Þetta kemur fram í skriflegu svari Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra við fyrirspurn Auðar Lilju Erlingsdóttur, sem sat á þingi fyrir VG.

Í svarinu kemur fram að sérfræðingar hjá ríkislögreglustjóra vinni nú að því að afla gagna um slík tæki, m.a. um hættu sem af þeim geti stafað sem og gagnsemi við löggæslu en að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort og í hvaða tilvikum þau yrðu notuð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert