Reykjavíkurborg styrkir listnám og fræðslustarf um samkynhneigð

Menntaráð Reykjavíkurborgar hefur afgreitt styrki fyrir árið 2008 og nema þeir alls 11,4 milljónum króna til 24 verkefna. Hæstu almennu styrkir menntaráðs Reykjavíkur á árinu 2008 renna til listnáms og fræðslustarfs um samkynhneigð.

Myndlistaskólinn í Reykjavík fær tveggja milljóna króna styrk til verkefnisins Listbúða í Myndlistaskóla og Samtökin 78 fá 1,7 milljónir króna til að byggja upp fræðslustarf um samkynhneigð í grunnskólum Reykjavíkur.

Bandalag íslenska listamanna (BÍL) fær styrk upp á 1 milljón króna til verkefnisins Litróf listanna sem miðar að því að efla listuppeldi og samstarf listamanna og skóla. Þá fær Kennaraháskóli Íslands eina milljón kr. í styrk til að rannsaka lífsstíl 7-9 ára barna með það að markmiði að bæta heilsufar þeirra. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka