Varað við nýrri tegund fjársvikabréfa

Embætti rík­is­lög­reglu­stjóra hef­ur sent frá sér viðvör­un vegna nýrr­ar teg­und­ar fjár­svika­bréfa, svo­kallaðra Níg­er­íu­bréfa, sem ber­ast í tölvu­pósti. Í bréfi þessu, sem borist hef­ur nokkr­um hér á landi, seg­ist send­and­inn vera end­ur­skoðandi við Prime Bank í London. Hann seg­ist leita eft­ir sam­starfi við heiðarleg­an aðila í því skyni að flytja úr landi rúm­ar 8,5 millj­ón­ir sterl­ings­punda gegn því að upp­hæðinni verði skipt til helm­inga milli hans og þess sem aðstoðar.

Rík­is­lög­reglu­stjóri seg­ir að þetta sé enn ein teg­und­in af tölvu­pósti. sem send­ur sé  út í þeim til­gangi að svíkja fé út úr auðtrúa fólki.

Svo­kölluð Níg­er­íu­bréf inni­halda gylli­boð sem ekki eru á rök­um reist. Að baki þeim standa óprúttn­ir aðilar sem svíf­ast einskis. Rík­is­lög­reglu­stjóri seg­ir, að því miður hafi marg­ir Íslend­ing­ar látið glepj­ast og fjár­hags­legt tjón þeirra sé um­tals­vert.

Svika­hrapp­arn­ir beita ýms­um brögðum og velþekkt er brella þeirra sem þykj­ast vera full­trú­ar er­lendra rík­is­stjórna. Gjarn­an eru send­ar til­kynn­ing­ar þar sem fólki er lofað ótrú­leg­ustu hlut­um. Dæmi um það er að upp­lýsa fólk um að þess bíði vænn arf­ur. Svika­hrapp­arn­ir not­ast einkum við tölvu­póst en talið er að 1% viðtak­enda láti blekkj­ast. Til að koma mál­um af stað er viðkom­andi feng­inn til að leggja fram ákveðna upp­hæð sem vind­ur stöðugt upp á sig. Sí­fellt þarf að bæta við upp­hæðina svo féð geti kom­ist í rétt­ar hend­ur. Stöðugt eru færðar fram nýj­ar af­sak­an­ir til að hafa enn meira fé af hinum hrekk­lausu.

Einnig er al­gengt að „happ­drætt­is­vinn­ing­ar” séu nýtt­ir í blekk­ing­ar­skyni. Viðtak­andi fær þá til­kynn­ingu um að hann hafi hlotið vinn­ing. Síðar er viðtak­anda greint frá því að hann þurfi að leggja fram til­tekna upp­hæð áður en vinn­ing­ur­inn verði greidd­ur út. Málið vind­ur síðan upp á sig og stöðugt er leit­ast við að hafa meira fé af fórn­ar­lamb­inu.

Upp­lýs­ing­ar um fjár­svik á net­inu
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert