Vinnustundum fækkaði að meðaltali um 1,6 á viku á fjórða ársfjórðungi 2007 samanborið við sama tímabil árið á undan samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Starfandi fólki á vinnumarkaði fjölgaði hins vegar um 6400 og atvinnuþátttaka jókst hlutfallslega.
Á fjórða ársfjórðungi 2007 var meðalfjöldi vinnustunda 40,8 klukkustundir hjá þeim sem voru við vinnu í viðmiðunarvikunni, 45,5 klst. hjá körlum en 35 klst. hjá konum. Meðalfjöldi vinnustunda hjá þeim sem voru í fullu starfi var 46,1 klst., 48,5 klst. hjá körlum en 42 klst. hjá konum. Meðalfjöldi vinnustunda hjá þeim sem voru í hlutastarfi voru 23 klst., 21,8 klst. hjá körlum en 23,5 klst. hjá konum.
Á fjórða ársfjórðungi 2006 var fjöldi vinnustunda 42,2 klst., 48 stundir hjá körlum en 35,1 stundir hjá konum. Þeir sem voru í fullu starfi unnu 47,8 stundir að jafnaði en þeir sem voru í hlutastarfi unnu að jafnaði 23,8 stundir.
Fjöldi starfandi á fjórða ársfjórðungi 2007 var 176.300 manns og fjölgaði um 6400 frá sama tíma ári áður. Á vinnumarkaði voru alls 179.800 manns sem jafngildir 81,7% atvinnuþátttöku. Atvinnuþátttaka karla var 86,7% og kvenna 76,4%
Á fjórða ársfjórðungi 2006 voru alls 174.300 á vinnumarkaði og atvinnuþátttaka mældist 82,1%. Atvinnuþátttaka karla var 86,8% og kvenna 77%.