Dómur vegna líkamsárásar þyngdur

Hæstirétt­ur hef­ur þyngt dóm yfir rúm­lega tví­tug­um karl­manni, sem fund­inn var sek­ur um að hafa slegið ann­an mann ít­rekað með hafna­bolta­kylfu í höfuð og lík­ama og einnig slegið hann hnefa­högg í and­litið. Héraðsdóm­ur Reykja­ness dæmdi mann­inn í 15 mánaða fang­elsi en Hæstirétt­ur þyngdi dóm­inn í 18 mánuði.

Árás­armaður­inn rudd­ist inn á heim­ili föður manns­ins, sem fyr­ir árás­inni varð. Við yf­ir­heyrsl­ur fyr­ir dómi játaði maður­inn brot sitt af­drátt­ar­laust og sagðist ekki geta rétt­lætt gerðir sín­ar. Hann hefði verið í mik­illi neyslu á þess­um tíma og allt verið í móðu. Hann taldi sig þó eiga eitt­hvað sök­ótt við mann­inn  sem hann réðist á.

Hæstirétt­ur seg­ir að maður­inn hafi með brot­inu rofið skil­orð reynslu­lausn­ar en hann átti 330 daga óafplánaða af eldri dómi. Fyr­ir dóm­inn voru lögð vott­orð þar sem fram kem­ur að frá því að maður­inn framdi um­rætt brot hafi hann tekið sig á, stundi vinnu og hafi haldið sig frá fíkni­efn­um um nokk­urt skeið, auk þess að hafa stundað for­varn­ar­störf gegn fíkni­efna­neyslu. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert