Fangelsi fyrir hnífaburð

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann á þrítugsaldri í 4 mánaða fangelsi fyrir hnífaburð en  hann var með hníf í fórum sínum í miðborg Reykjavíkur í ágúst árið 2006 og notaði hann til að ógna öðrum manni.

Maðurinn var einnig dæmdur fyrir bílþjófnað og fleiri brot.

Fram kemur í dómnum, að maðurinn hefur m.a. tvívegis hlotið fangelsisdóma fyrir líkamsárásir  og hann var einnig dæmdur í 18 mánaða fangelsi í desember á síðasta ári fyrir kynferðisbrot. Dómurinn nú var hegningarauki við þann dóm.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka