Hægt að jafna kostnað sveitarfélaga vegna grunnskóla

Jafna má kostnað íslenskra sveitarfélaga við að reka grunnskólann enn meir en nú er gert með því að einfalda þær reglur sem Jöfnunarsjóður sveitarfélaga notar við að úthluta framlögum til þeirra. Þá mætti nýta sjóðinn betur til að auka gæði skólastarfsins og draga úr þeim mun sem er á skólum að því leyti.

Þetta kemur fram í skýrslu um stjórnsýsluúttekt, sem Ríkisendurskoðun hefur gert á Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Stofnunin telur einnig mikilvægt, að menntamálaráðuneytið auki eftirlit með starfi grunnskólans og að sveitarfélögin komi á samræmdri flokkun kostnaðar í reikningsskilum vegna hans.

Skýrsla Ríkisendurskoðunar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka