Hlutfallsleg fækkun í þjóðkirkjunni

Hafnarfjarðarkirkja.
Hafnarfjarðarkirkja.

Sókn­ar­börn­um í þjóðkirkj­unni hef­ur fækkað hlut­falls­lega á und­an­förn­um árum. 1. des­em­ber 2007 voru 80,7% lands­manna skráðir í þjóðkirkj­una en árið 1990 var þetta hlut­fall 92,6%. Á sama tíma hækkaði hlut­fall íbúa í frí­kirkju­söfnuðunum þrem­ur: Frí­kirkj­unni í Reykja­vík, Óháða söfnuðinum og Frí­kirkj­unni í Hafnar­f­irði úr 3,2% í 4,9%.

Þetta kem­ur fram í nýrri sam­an­tekt Hag­stof­unn­ar. Skráðum trú­fé­lög­um hef­ur fjölgað tals­vert á und­an­förn­um árum; skráð trú­fé­lög utan þjóðkirkju og frí­kirkju­safnaða eru nú 26 en voru 10 árið 1990. Þess­um trú­fé­lög­um til­heyra 5,4% íbúa sam­an­borið við 2,3% árið 1990.

Flest trú­fé­lög utan Þjóðkirkj­unn­ar og frí­kirkju­safnaðanna eru smá og ein­ung­is þrjú telja fleiri en 1.000 meðlimi. Kaþólska kirkj­an er lang­fjöl­menn­ast þeirra og hef­ur sókna­börn­um henn­ar fjölgað meira en þre­falt frá ár­inu 1990 (2396 sam­an­borið við 7977 árið 2007). Hvíta­sunnu­söfnuður­inn er næst stærsta trú­fé­lagið utan þjóðkirkju og frí­kirkju­safnaða. Þar eru meðlim­ir nú 1963 sam­an­borið við 898 árið 1990. 

Til óskráðra trú­fé­laga og með ótil­greind trú­ar­brögð heyrðu 6,2% þjóðar­inn­ar sam­an­borið við 0,6% árið 1990. Hátt hlut­fall þess­ara ein­stak­linga eru er­lend­ir rík­is­borg­ar­ar sem búið hafa hér á landi í stutt­an tíma og eiga í sum­um til­vik­um eft­ir að skrá sig í trú­fé­lag. Utan trú­fé­laga voru 2,8% sam­an­borið við 1,3% árið 1990.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka