Kennurum treyst best á Íslandi

Íslendingar treysta kennurum betur en öðrum starfstéttum, samkvæmt nýlegri könnun.
Íslendingar treysta kennurum betur en öðrum starfstéttum, samkvæmt nýlegri könnun. Árni Sæberg

Íslendingar treysta kennurum betur en öðrum starfstéttum samkvæmt alþjóðlegri könnun sem Gallup International gerði á vegum Alþjóða efnahagsstofnunarinnar, World Econonomic Forum

Könnunin var gerð á tímabilinu október-desember 2007 og tóku 61 þúsund manns í 60 löndum þátt í henni.

Þátttakendur í könnuninni voru spurðir hvaða starfstéttum þeir treystu mest og komu kennarar best út hjá íslenskum þátttakendum en trúarleiðtogar verst.

Kennarar fengu 46% atkvæða en trúarleiðtogar aðeins 4%. 

Á eftir kennurum er verkalýðsforingjum treyst best með 25% og fylgja blaðamenn og lögregluforingjar í kjölfarið með 18%.

Stjórnmálamenn fengu 9% atkvæða og leiðtogar úr viðskiptalífinu 12%.

Fleiri þjóðir sögðust treysta kennurum betur en öðrum.  89% Íra, 78% Belga og 67% Þjóðverja sem tóku þátt í könnunni sögðust treysta kennurum best.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert