Kröfur um þyngri refsingar í líkamsárásarmálum

Björn Bjarnason.
Björn Bjarnason. mbl.is/Sverrir

Björn Bjarna­son, dóms­málaráðherra, sagði á Alþingi í dag að það væri ljóst  að í sam­fé­lag­inu eru uppi kröf­ur um að tekið verði harðar á al­var­leg­um lík­ams­árás­um og að felld­ir verði þyngri dóm­ar í þeim mál­um en gert hef­ur verið. 

Jón Magnús­son, þingmaður Frjáls­lynda flokks­ins, spurði um þetta á Alþingi í dag og spurði m.a. hvort ekki væri ástæða til að setja í lög til­tekna lág­marks­refs­ingu við lík­ams­árás­um.

Björn sagði, að hann hefði ekki áform um að leggja fram frum­varp um slík­ar aðgerðir en þing­mönn­um væri frjálst að gera það.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert