Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, sagði á Alþingi í dag að það væri ljóst að í samfélaginu eru uppi kröfur um að tekið verði harðar á alvarlegum líkamsárásum og að felldir verði þyngri dómar í þeim málum en gert hefur verið.
Jón Magnússon, þingmaður Frjálslynda flokksins, spurði um þetta á Alþingi í dag og spurði m.a. hvort ekki væri ástæða til að setja í lög tiltekna lágmarksrefsingu við líkamsárásum.
Björn sagði, að hann hefði ekki áform um að leggja fram frumvarp um slíkar aðgerðir en þingmönnum væri frjálst að gera það.