Í öllum stjórnmálaflokkum virðast vera hugmyndir um að breyta megi verklagi við skipun hæstaréttardómara þó að ekki sé einhugur um í hverju þær breytingar eigi að vera fólgnar, að því er fram kom í umræðum á Alþingi í gær.
Fulltrúar stjórnarandstöðuflokkanna auk Samfylkingar létu í ljós vilja til að Alþingi komi að skipan hæstaréttardómara. Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, varaði hins vegar við því enda gætu embættisveitingar þá orðið bitbein í pólitískum deilum eða jafnvel hrossakaupum í þinginu.