Stígamót fá alþjóðlega viðurkenningu

Alþjóðasamtökin Equality now hafa veitt 9 grasrótarsamtökum, þar á meðal Stígamótum, viðurkenningu fyrir starf í baráttunni gegn mansali. Samtökin fengu hvert um sig 10.000 dollara til starfseminnar og var talskonum þeirra jafnframt verið boðið til Nepal í desember til þess að leggja á ráðin um framtíðar samstarf á alþjóðavettvangi.

Auk Stígamóta fengu samtök í Lettlandi,Kambódíu, Indlandi, Filippseyjum, Bandaríkjunum, Nepal og Perú þessa viðurkenningu.

Equality Now beita sér gegn ofbeldi og hvers kyns órétti gagnvart konum og stúlkum hvar sem er í heiminum. Meðal liðskvenna samtakanna er leikkonan Maryl Streep. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert