Taka þarf af skarið með Sundabraut

Dagur B. Eggertsson.
Dagur B. Eggertsson. mbl.is/Brynjar Gauti

Dag­ur B. Eggerts­son, borg­ar­stjóri, seg­ir að það sé mik­il­vægt að á næstu vik­um verði að taka af skarið um leiðaval fyr­ir lagn­ingu Sunda­braut­ar, fjár­mögn­un og tíma­setn­ingu fram­kvæmda ná­kvæm­ar en gert hef­ur verið. Því þessi óvissa sem hef­ur verið und­an­far­in miss­eri er ekki góð, seg­ir borg­ar­stjóri.

Lít­ill hljóm­grunn­ur með eyja­leið Vega­gerðar­inn­ar

„Nú liggja fyr­ir jarðfræðirann­sókn­ir og ákveðnir áfang­ar í um­hverf­is­mati sem benda til þess að jarðganga­leiðin sé fær. Þegar kallað hef­ur verið eft­ir í umræðunni und­an­farna daga að Reykja­vík­ur­borg segi skýrt hvaða leið við telj­um besta fyr­ir íbú­anna, um­ferðina, höfuðborg­ar­svæðið og landið allt þá höf­um við kom­ist að þeirri niður­stöðu eft­ir þá miklu vinnu sem hef­ur farið fram und­an­far­in ár að jarðganga­kost­ur­inn sé lang­best­ur," seg­ir Dag­ur í sam­tali við Frétta­vef Morg­un­blaðsins.

Dag­ur seg­ir að það sé nokkuð nýtt hvað Vega­gerðin legg­ur þunga áherslu á að svo­kölluð eyja­leið verði ofan á. Sú leið var til skoðunar í sam­ráðinu og fékk satt skal segja ekki mik­inn hljóm­grunn. Var hún eig­in­lega höfð með í um­hverf­is­mat­inu fyr­ir orð Vega­gerðar­inn­ar, seg­ir Dag­ur.

„Þannig að það út af fyr­ir sig kem­ur nokkuð á óvart en er eitt­hvað sem þarf að ræða sig í gegn­um á næstu dög­um og vik­um því að mér sýn­ast öll rök hníga að því að ytri leiðin í göng­um sé betri fyr­ir dreif­ingu um­ferðar, um­hverfið, íbú­ana og þar með fyr­ir í raun land og þjóð í heild," seg­ir Dag­ur.

Borg­ar­full­trú­ar sam­stíga um nokk­urt skeið

Dag­ur seg­ir að full­trú­ar í borg­ar­ráði hafi í raun verið sam­mála um hvaða leið skyldi verða fyr­ir val­inu um nokk­urt skeið og þar fari áhersl­ur borg­ar­yf­ir­valda við áhersl­ur íbúa­sam­taka sem hafa farið geysi­lega vel ofan í þessi mál, að sögn Dags og af því sem hann tel­ur fag­lega og með opn­um huga.

„Þannig að ég held að þetta mál hafi verið geysi­lega vel und­ir­búið og til fyr­ir­mynd­ar. Það ætti því að vera hægt að fara hratt og fast í þetta þegar lyk­il­spurn­ing­um um fjár­mögn­un, leiðaval og fleira verður svarað," seg­ir borg­ar­stjóri.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert