10 mánaða fangelsi fyrir að slá lögreglumann

Lögreglustöðin við Hlemm.
Lögreglustöðin við Hlemm.

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann á fertugsaldri í 10 mánaða fangelsi fyrir að slá lögreglumann í andlitið aðfaranótt síðasta aðfangadags í lögreglustöðinni við Hverfisgötu. Lögreglumaðurinn kjálkabrotnaði við höggið.

Maðurinn neitaði sök og sagðist ekki muna atburði vel. Lögreglumönnum og fangaverði bar hins vegar saman um að maðurinn hafi fyrirvara­laust og án tilefnis slegið lögreglumanninn hnefahögg í andlitið. Þótti brotið því sannað.

Dómurinn segir, að maðurinn hafi ráðist með líkamlegu ofbeldi gegn lögreglumanni sem var að gegna skyldustarfi. Hafi afleiðingar þeirrar árásar verið alvarlegar en lögreglumaðurinn kjálkabrotnaði við árásina og þurfti í framhaldi að gangast undir skurðaðgerð. Hafi þetta með öllu verið tilefnislaust og háttsemin sérlega ámælisverð. Var maðurinn dæmdur í 10 mánaða óskilorðsbundið fangelsi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert