10 mánaða fangelsi fyrir að slá lögreglumann

Lögreglustöðin við Hlemm.
Lögreglustöðin við Hlemm.

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur hef­ur dæmt karl­mann á fer­tugs­aldri í 10 mánaða fang­elsi fyr­ir að slá lög­reglu­mann í and­litið aðfaranótt síðasta aðfanga­dags í lög­reglu­stöðinni við Hverf­is­götu. Lög­reglumaður­inn kjálka­brotnaði við höggið.

Maður­inn neitaði sök og sagðist ekki muna at­b­urði vel. Lög­reglu­mönn­um og fanga­verði bar hins veg­ar sam­an um að maður­inn hafi fyr­ir­vara­laust og án til­efn­is slegið lög­reglu­mann­inn hnefa­högg í and­litið. Þótti brotið því sannað.

Dóm­ur­inn seg­ir, að maður­inn hafi ráðist með lík­am­legu of­beldi gegn lög­reglu­manni sem var að gegna skyldu­starfi. Hafi af­leiðing­ar þeirr­ar árás­ar verið al­var­leg­ar en lög­reglumaður­inn kjálka­brotnaði við árás­ina og þurfti í fram­haldi að gang­ast und­ir skurðaðgerð. Hafi þetta með öllu verið til­efn­is­laust og hátt­sem­in sér­lega ámæl­is­verð. Var maður­inn dæmd­ur í 10 mánaða óskil­orðsbundið fang­elsi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert