Robert Fischer, fyrrverandi heimsmeistari í skák, er látinn eftir alvarleg veikindi. Hann lést hér á landi í gær 65. ára að aldri. Fischer sem var fæddur og uppalinn í New York var undrabarn í skák og 13 ára tefldi hann eina frægustu skák 20. aldar gegn bandaríska meistaranum Donald Byrne.
Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins dvaldi Fisher á sjúkrahúsi í Reykjavík í október og nóvember en á heimili sínu í Reykjavík síðustu tvo mánuðina.
Bobby Fischer var undrabarn í skák og varð heimsmeistari og þjóðhetja eftir einvígi aldarinnar á Íslandi árið 1972 árum en hvarf svo úr sviðsljósinu í um tuttugu ár. Hann kom aftur fram á sjónarsviðið til að tefla við Borís Spasskí í Sveti Stefan í fyrrverandi Júgóslavíu árið 1992 sem leiddi svo til þess að handtökuskipun var gefin út á hendur honum. Hann var handtekinn í Japan fyrir rúmum tveimur árum og þar sat hann í fangelsi í eina níu mánuði áður en hann kom hingað til lands í mars árið 2005 eftir að Alþingi ákvað að veita honum íslenskan ríkisborgararétt.
Upplýsingar um Bobby Fischer á Wikipedia