Iðnaðarráðherra rökstyður ráðningu Ólafar Ýrar

Ólöf Ýrr ásamt iðnaðarráðherra.
Ólöf Ýrr ásamt iðnaðarráðherra.

Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, segir í rökstuðningi vegna ráðningar Ólafar Ýrar Atladóttur, í embætti ferðamálastjóra, að miðað við reynslu og þekkingaröflunar Ólafar Ýrar þá sé hún vel til þess fallin að takast á við þær breytingar sem fyrirhugaðar er að gera vegna flutnings málefna ferðaþjónustunnar til iðnaðarráðuneytisins.

Segir Össur að hann telji hana líklegri en aðra umsækjendur til að hleypa nýju blóði í starfsemi stofnunarinnar þannig að Ferðamálastofa geti verið burðarás í því breytingarferli sem framundan er.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert