Kolbrún móðgar Félag um foreldrajafnrétti: Vilja afsökunarbeiðni

Kolbrún Halldórsdóttir.
Kolbrún Halldórsdóttir.

Félag um foreldrajafnrétti hefur skrifað Kolbrúnu Halldórsdóttur, þingmanni Vinstri grænna, bréf og farið fram á afsökunarbeiðni vegna ummæla, sem Kolbrún viðhafði um félagið á Alþingi á þriðjudag.

Félags- og tryggingamálanefnd lagði til í áliti um frumvarp til jafnréttislaga að Félag um foreldrajafnrétti fengi að tilnefna fulltrúa í jafnréttisráð, auk Femínistafélagsins, Kvenfélagasambandsins, Kvenréttindafélagsins, Stígamóta, Kvennaathvarfsins, aðila vinnumarkaðarins og Sambands sveitarfélaga.

Af hverju ekki fótboltafélag?

Í umræðum um málið sagði Kolbrún m.a.: „Ég spyr: Hvers vegna var ekki bara einhverju fótboltafélagi, þar sem strákarnir eru ráðandi í, boðin seta í ráðinu?“ Þingmaðurinn sagði einnig: „Karlmenn þurfa að koma að því og vera virkir í að koma á jafnrétti kynjanna í samfélaginu. En líkurnar á því aukast ekki með því að þessi félagsskapur eigi sæti í jafnréttisráði.“

Í bréfi Félags um foreldrajafnrétti segjast Lúðvík Börkur Jónsson formaður og Stefán Guðmundsson ritari ekki hafa hugmynd um hvers vegna andúð Kolbrúnar í garð félagsins sé eins og raun beri vitni. „Slíkar athugasemdir, samlíkingar og orðanotkun eru vandfundnar í sölum Alþingis og vítaverð lítilsvirðing við þann félagsskap sem nú hefur verið tilnefndur í Jafnréttisráð,“ segja þeir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert