Gæsluvarðhald yfir fimm mönnum sem réðust á óeinkennisklædda lögreglumenn aðfaranótt 11. janúar rennur út í dag. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að óskað verði eftir því að mennirnir verði settir í farbann, og verður ákvörðun um það væntanlega tekin síðar í dag.
Mennnirnir fimm réðust á fjóra fíkniefnalögreglumenn við skyldustörf á Laugavegi aðfaranótt 10. janúar sl. Að sögn lögreglu leikur grunur á að um skipulagða atlögu að lögreglumönnunum hafi verið að ræða.