Farþegi fékk högg þegar sæti losnaði í flugvél

DASH 8 vél í eigu Flugfélags Íslands.
DASH 8 vél í eigu Flugfélags Íslands.

Sæti í Dash 8-100 flug­vél Flug­fé­lags Íslands losnaði þegar vél­in fékk á sig vind­hnút í aðflugi á Eg­ils­stöðum í dag. Seg­ir fé­lagið að farþeg­inn, sem í sæt­inu sat, hafi fengið nokkuð högg á sig. Málið verður rann­sakað að sögn flug­fé­lags­ins.

Flug­vél­in fór frá Reykja­vík kl. 10:40 í dag með 23 farþega um borð og lenti á Eg­ils­stöðum um kl. 11:45. Flug­stjóri vél­ar­inn­ar fór yfir at­vikið með farþegum eft­ir lend­ingu og einnig hef­ur verið haft sam­band við farþeg­ana eða full­trúa þeirra til að fara frek­ar yfir þetta at­vik.

Fram kem­ur á heimasíðu Flug­fé­lags Íslands, að tölu­verð hreyf­ing hafi orðið á vél­inni og farþegum var eðli­lega nokkuð brugðið.

Flug­fé­lagið seg­ir, að ekki sé eðli­legt að sæti kom­ist á hreyf­ingu þó svo um ókyrrð sé að ræða og verði það rann­sakað sér­stak­lega hvernig það kom til í þessu til­felli en all­ar lík­ur benda til þess að sætið hafi ekki verið fest með viðeig­andi hætti niður.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert