Helstu álitamál: Samkomulag um uppbygginguna

Sig­urður Magnús­son, bæj­ar­stjóri Álfta­ness, seg­ir Magnús Stephen­sen, íbúa í bæn­um, fara með rang­færsl­ur varðandi deili­skipu­lag miðbæj­ar bæj­ar­ins í frétt í 24 stund­um í gær.

Þar seg­ir Magnús m.a. að vinn­ingstil­lögu að deili­skipu­lagi bæj­ar­ins hafi verið breytt af bæj­ar­stjórn­inni. Sig­urður seg­ir það vera eðli­leg vinnu­brögð að þema­til­lög­um sé breytt á ein­hvern hátt áður en þær verða að deili­skipu­lagi. Sú vinna hafi tekið 10 mánuði og breyt­ing­arn­ar hafi verið kynnt­ar bæj­ar­bú­um á ýms­um stig­um máls­ins.

Veg­ur­inn þolir ekki byggðina

Þá gagn­rýn­ir Magnús að byggja eigi bens­ín­stöð á Álfta­nesi þar sem átta bens­ín­stöðvar séu í 6 km radíus frá miðbæn­um. „Við erum að byggja upp miðbæ með þeirri þjón­ustu sem fólk vill hafa ná­lægt sér, s.s. mat­vöru­búð, kaffi­húsi og bens­ín­stöð. Að sjálf­sögðu er þessi þjón­usta í ná­granna­bæj­ar­fé­lög­um en það er sam­komu­lag í bæj­ar­fé­lag­inu um að byggja þetta upp,“ seg­ir Sig­urður. Hann seg­ist ekki hafa orðið var við kurr í bæj­ar­bú­um held­ur hafi könn­un Capacent Gallup sýnt fram á að veru­leg­ur stuðning­ur væri við til­lög­urn­ar.

Áhrif­in á mar­gæs­ina um­deild

Í hnot­skurn
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert