Helstu álitamál: Samkomulag um uppbygginguna

Sigurður Magnússon, bæjarstjóri Álftaness, segir Magnús Stephensen, íbúa í bænum, fara með rangfærslur varðandi deiliskipulag miðbæjar bæjarins í frétt í 24 stundum í gær.

Þar segir Magnús m.a. að vinningstillögu að deiliskipulagi bæjarins hafi verið breytt af bæjarstjórninni. Sigurður segir það vera eðlileg vinnubrögð að þematillögum sé breytt á einhvern hátt áður en þær verða að deiliskipulagi. Sú vinna hafi tekið 10 mánuði og breytingarnar hafi verið kynntar bæjarbúum á ýmsum stigum málsins.

Vegurinn þolir ekki byggðina

Þá gagnrýnir Magnús að byggja eigi bensínstöð á Álftanesi þar sem átta bensínstöðvar séu í 6 km radíus frá miðbænum. „Við erum að byggja upp miðbæ með þeirri þjónustu sem fólk vill hafa nálægt sér, s.s. matvörubúð, kaffihúsi og bensínstöð. Að sjálfsögðu er þessi þjónusta í nágrannabæjarfélögum en það er samkomulag í bæjarfélaginu um að byggja þetta upp,“ segir Sigurður. Hann segist ekki hafa orðið var við kurr í bæjarbúum heldur hafi könnun Capacent Gallup sýnt fram á að verulegur stuðningur væri við tillögurnar.

Áhrifin á margæsina umdeild

Í hnotskurn
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert