Skíðagöngubrautir troðnar í Heiðmörk

Snjó hefur kyngt niður í Heiðmörk síðustu daga og því er skíðafærið það allra besta sem komið hefur í nokkur ár, að sögn starfsmanna þar. Búið er að troða skíðabrautir á svæðinu frá Elliðavatnsbænum og upp á Elliðavatnsheiði.

Er skíðagöngufólk velkomð á skíði í skóginum en þeim sem ekki ætla að fara um á skíðum er bent á að ganga heldur um í Vífilsstaðahlíð, Hjalladal og Rauðhólum því skíðabrautir eyðileggast þegar farið er um þær fótgangandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert